Bókbindarasafn afhent

10.12.2012

Þann 6. desember s.l. afhenti Félag bókagerðarmanna Lbs-Hbs svokallað Bókbindarasafn til eignar. Í því eru bækur sem eru handbundnar af hinum ýmsu bókbindurum og merktar þeim. Auk þess fylgir aukaefni s.s. band frá þekktum bókbandsstofnum og fagbækur. Með safninu fylgir einföld skrá en það verður skráð í Gegni. Alls er um að ræða 195 bækur en væntanlega mun bætast smám saman í það. Safnið verður hluti af sérsöfnum og mun nýtast til rannsókna á íslensku bókbandi.

Á myndinni sjást Sigurþór Sigurðsson, Svanur Jóhannesson og Georg Páll Skúlason afhenda landsbókaverði, Ingibjörgu Steinunni Sverrisdóttur, safnið.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall