Fréttasafn - Landsbókasafn

Punktur punktur komma strik á handritasafni

14.12.2012

Í lok nóvember afhenti Pétur Gunnarsson rithöfundur handrit og drög að skáldsögu sinni, Punktur punktur komma strik. Sagan kom fyrst út árið 1976 og náði strax miklum vinsældum og var t.d. tekin til kennslu í skólum landsins ári síðar. Í henni er fylgst með uppvaxtarárum söguhetjunnar, Andra Haraldssonar, og þeim fylgt eftir í síðari verkum Péturs, Ég um mig frá mér til mín (1978), Persónur og leikendur (1982) og Sagan öll (1985). Sagan var kvikmynduð í leikstjórn Þorsteins Jónssonar og myndin frumsýnd í mars árið 1981. Handritið er í fjórum möppum og hefur m.a. að geyma frumdrög Péturs að verkinu frá árunum 1969 og 1971, en þá var hann við háskólanám í heimspeki í Frakklandi. Handritið sýnir þróunarsögu verksins og er því mikill fengur að þessari gjöf til handritasafns.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall