Rafbækur frá Springer í Landsaðgangi

11.01.2013

Landsaðgangur að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum – hvar.is samdi nýlega  við Springer forlagið um kaup á nýjum rafbókum. Þegar er kominn aðgangur að um 1000 titlum og um 2000 munu  bætast við á árinu. Bækurnar eru á eftirfarandi fræðasviðum, Humanities, Social Science & Law; Business and Economics; Computer Science; Biomedical and Life Science; Earth and Environmental Science.  

Fyrst um sinn verða bækurnar aðeins aðgengilegar á  leitarvef SpringerLink þar sem þær leynast innan um fjölda annarra rita sem ekki er aðgangur að. Þær eru í PDF skráarformi sem hægt er að vista í eigin tölvu, lesa á lesbrettum, snjallsímum, spjaldtölvum eða öðrum tækjum sem styðja PDF skráarformið.  

Rafbækurnar verða fljótlega gerðar aðgengilegar á fleiri stöðum en á vef  SpringerLink  en tengil við hann er  að finna á vef Landsaðgangs-hvar.is og undir Rafræn gögn hér á vef safnsins.

 

Upplettirit í SpringerReference á rafrænu formi

Að auki er í boði Springer aðgangur  nú í ár að tæplega 200 uppflettiritum á rafrænu formi í SpringerReference á fræðasviðunum, Behavioral Science; Biomedical and Life Sciences; Business and Economics; Chemistry and Material Science; Computer Science; Earth and Environmental Science; Engineering; Humanities, Social Sciences and Law; Mathematics and Statistics; Medicine; Physics and Astronomy


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall