Vísindi og vélar í Evrópubókasafninu

17.01.2013

Á vef Evrópubókasafnsins er að finna nýja vefsýningu sem dregur fram stafrænar endurgerðir efnis sem tengist framþróun vísindanna á 19. og 20. öld. Þar getur að líta meðal annars bréfaskipti við Albert Einstein, kvikmyndir frá skurðstofu á 4. áratug 20. aldar, elstu röntgenmyndirnar sem Wilhelm Conrad Röntgen tók, myndir af Marie og Pierre Curie og ljósmyndir frá Heimssýningunni í Ghent 1913. Sýningin inniheldur yfir 600 sérvalin kort, bréf, tímarit, kvikmyndir og ljósmyndir.

Hægt er að skoða sýninguna á vef Evrópubókasafnsins.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall