Fréttasafn - Landsbókasafn

Yfirlit yfir þjóðsagnahandrit Jóns Árnasonar

30.01.2013

Fimmtudaginn 31. janúar  kl. 10:30 flytur Bragi Þ. Ólafsson fyrirlestur um þjóðsagnahandrit Jóns Árnasonar í fyrirlestrasal safnsins en nú stendur yfir sýning í tilefni af því að liðin eru 150 ár  frá því að fyrra bindi Íslenskra þjóðsagna og ævintýra kom út 

Þjóðsögur Jóns Árnasonar hafa lifað með þjóðinni í 150 ár og hafa þær fest sig rækilega í sessi sem hluti af íslenskri þjóðmenningu. Jón og samferðamenn hans lögðu mikla vinnu í að safna og gefa út sögurnar, enda eru þær fjölmargar að bæði stærð og gerð. Á bak við þessa vinnu liggja fjölmörg handrit, bréf og vinnugögn Jóns og annarra, sem gerð verður grein fyrir í erindinu.

Allir velkomnir

 


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall