Fréttasafn - Landsbókasafn

Málþing Félags um átjándu aldar fræði

13.02.2013

Laugardaginn 16. febrúar í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu.

Sjúkdómar og lýðheilsa á átjándu og nítjándu öld

Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing undir yfirskriftinni

Sjúkdómar og lýðheilsa á átjándu og nítjándu öld
í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð,
laugardaginn 16. febrúar 2013.

Málþingið hefst kl. 13.30 og því lýkur um kl. 16.30. 

Flutt verða fjögur erindi sem hér segir:

 

„Að leysa kind frá konu“ — ljósmóðurlist og vísindi fyrr á öldum
Helga Gottfreðsdóttir, dósent við námsbraut í ljósmóðurfræði,
hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

Almenningsfræðsla um heilbrigðismál 1749–1834
Halldór Baldursson, læknir

~ KAFFIHLÉ ~

 

Alþjóðlegar kenningar um lífslíkur og heilsufarí íslenskum veruleika 18. og 19. aldar
Ólöf Garðarsdóttir, prófessor í félagssögu
við menntavísindasvið Háskóla Íslands

Jón Hjaltalín (1807–1882) og heilnæmisfræði.
Umbótahugmyndir og áherslur
Sigurgeir Guðjónsson, sagnfræðingur

Fundarstjóri: Kristín Bragadóttir, doktorsnemi í sagnfræði 

 

Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur.
Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi. 

Veitingar verða á boðstólum í hléi fyrir framan fyrirlestrasalinn á 2. hæð.

 

Útdrættir úr erindum liggja frammi á málþinginu.

Þeir verða síðar aðgengilegir á heimasíðu félagsins, http://fraedi.is/18.oldin/

          


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall