Fréttasafn - Landsbókasafn

Biblía Elku kemur í leitirnar

20.02.2013

Miðvikudaginn 20. febrúar afhenti Björn Þ. Axelsson Biblíu sem var eitt sinn í eigu Elku Björnsdóttur, verkakonu í Reykjavík, en dagbækur hennar eru varðveittar í handritasafni og voru nýlega gefnar út í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar. Fyrsta blaðsíða Biblíunnar er óheil en Elka hefur gert við hana og bætt inn texta þar sem vantaði. Víða í Biblíunni er einnig strikað undir ýmsa kafla og ritaðar stuttar athugasemdir. Elka dó árið 1924 en Biblían endaði hjá Helga Tryggvasyni fornbókasala þar sem Björn keypti hana fyrir um 50 árum. Björn afhenti safninu Biblíuna sl. miðvikudag og nú er hún því varðveitt á sama stað og dagbækur og bréf Elku. Davíð Ólafsson sagnfræðingur sem kom að útgáfu dagbókanna var viðstaddur afhendinguna.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall