Einkaskjalasöfn gerð aðgengileg

20.02.2013

Þann 24. janúar var haldið upp á að formlega er lokið samstarfsverkefni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, Alþýðuhúss Reykja­víkur ehf. og Styrktarsjóðs Magnúsar Bjarnasonar, um flokkun og skráningu einkaskjalasafna fólks sem tengdist Alþýðuflokknum og jafnaðarstefnunni og varðveitt eru í handritasafni. Það fólk sem um ræðir er: Barði Guðmundsson, Emil Jónsson, Hannibal Valdimarsson, Hallbjörn Halldórs­son, Kristín Guðmundardóttir, Jón Baldvinsson, Ólafur Friðriksson og Stefán Pjetursson. Nú er hægt að skoða innihald safnanna í svokölluðum leiðarvísum á vef safnsins. Við athöfnina var boðið fólki sem tengist Alþýðuflokknum og þeim sem nefndir eru hér að ofan, auk þeirra sem stóðu að verkefninu. Þar voru skrárnar til sýnis ásamt ýmsum áhugaverðum gögnum úr söfnunum.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall