Nýtt viðmót á Europeana

26.03.2013

Evrópska menningargáttin Europeana hefur nú fengið nýtt viðmót sem á að auðvelda notendum aðgang að stafrænum endurgerðum safna um alla Evrópu. Meðal nýjunga eru sveigjanlegt viðmót fyrir snjallsíma og spjaldtölvur og notendavænni leit.

Lýsigögn í Europeana eru nú gefin út með sérstöku notandaleyfi, CC0, eða almenningsleyfi Creative Commons. Europeana býður auk þess upp á forritunarviðmót til að aðrir geti smíðað forrit sem nýta þjónustu gáttarinnar.

Mörg hundruð menningarstofnanir í Evrópu leggja Europeana til efni. Þar á meðal eru tvær íslenskar stofnanir: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn og Náttúrufræðistofnun Íslands.

Nánar á vef Europeana.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall