Eiríkur Magnússon bókavörður

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sýning um Eirík Magnússon bókavörð í Cambridge (1833-1913)

Opnuð hefur verið sýning í tilefni af 100. ártíð Eiríks Magnússonar bókavarðar í Cambridge (1833-1913). Eiríkur var menntaður guðfræðingur en sinnti fræðastörfum á mörgum sviðum. Hann var mikilvirkur þýðandi og útgefandi ýmissa fornrita, guðfræðirita, ljóða og sálma, þjóðsagna og ævintýra. Eiríkur hafði í áraraðir merka samvinnu við George Powell og William Morris um þýðingar og útgáfu á íslenskum bókmenntum. Þeir Powell þýddu m.a. flestar af þjóðsögum Jóns Árnasonar sem komu út í tveim bindum 1864 og 1866. Eiríkur og Morris þýddu mörg öndvegisverk íslensk eins og Heimskringlu, Grettis sögu, Völsunga sögu og Gunnlaugs sögu ormstungu. Eiríkur þýddi Völuspá á ensku og einnig m.a. sálminn „Allt eins og blómstrið eina“ eftir Hallgrím Pétursson. Einnig þýddi Eiríkur á íslensku, m.a. Ofviðrið (The Tempest) eftir Shakespeare og För pílagrímsins frá þessum heimi til hins ókomna (Pilgrim´s Progress) eftir John Bunyan. Eiríkur var mikill baráttumaður fyrir hagsmunum Íslands. Hann hafði talsverð samskipti við Jón Sigurðsson þar sem báðir voru Geirungar, félagar í Atgeirnum, deild innan Hins íslenska þjóðvinafélags. Hann var einnig baráttumaður fyrir „opnum bókasöfnum“ sem nýttust öllum almenningi og setti fram hugmyndir um framtíðarbókasafnið sem hann hugsaði sér að yrði spírallaga og mætti bæta við út frá miðju.

Sýningarskrá er að finna hér.

Sýningarskrá

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Maístjarnan

Maístjarnan

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

"Þann arf vér bestan fengum"

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Benedikt S. Þórarinsson (lokið)

Benedikt S. Þórarinsson (lokið)

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Pappírsslóð rakin

Pappírsslóð rakin

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall