Af raunvísindum fyrr á öldum

29.04.2013

Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing undir yfirskriftinni Af raunvísindum fyrr á öldum í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð, laugardaginn 4. maí 2013.

Málþingið hefst kl. 13.30 og því lýkur um kl. 16.30.

Flutt verða fjögur erindi sem hér segir:

Hugmyndir lærðra manna um náttúruna á 17. og 18. öld.

Sigurður Steinþórsson, prófessor emeritus í jarðfræði

Hvernig bárust nýjar kenningar og aðferðir tengdar vísindum til Íslands á árunum 1700-1850?

Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emeritus í vísindasögu og eðlisfræði

KAFFIHLÉ

Stutt undirvísun í reikningslistinni - Leitað höfundar Kristín Bjarnadóttir, dósent í stærðfræðimenntun

Þekking Íslendinga á jöklum til loka 18. aldar Helgi Björnsson, jöklafræðingur

Fundarstjóri: Þór Jakobsson, veðurfræðingur

Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur.

Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi.

Veitingar verða á boðstólum í hléi fyrir framan fyrirlestrasalinn á 2. hæð.

Útdrættir úr erindum liggja frammi á málþinginu.

Þeir verða síðar aðgengilegir á heimasíðu félagsins, http://fraedi.is/18.oldin/


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall