Fréttasafn - Landsbókasafn

Europeana Newspapers

06.06.2013

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn gerðist nýlega aðili að Evrópuverkefni sem ber yfirskriftina “Europeana – Newspapers”. Tilgangur verkefnisins er að safna saman upplýsingunum um stafræna endurgerð dagblaða og tímarita og miðlun þeirra, nýta nýjustu tölvutækni til að bæta leitir í ljóslesnum texta, nota nýjustu aðferðir við að efnisgreina innihald og nota nýjustu tækni við birtingu. Það sem er unnið að er m.a. til viðbótar við það sem venjulega leitarvélar gera, að finna t.d. titla og orð eða orðasambönd í texta, er að bera kennsla á manns- og staðarnöfn í texta, afmarka betur greinar og texta í dagblöðum, betri frágang og stöðlun á meðferð lýsigagna og varðveislumál. Þátttaka safnsins í verkefninu felst í að sitja á vinnustofum tengdum verkefninu, fundum um framkvæmd verkefnisins og  möguleiki á að bæta efni Landsbókasafns í gagnasafnið.

Hægt er að skoða fréttabréf Europeana með umfjöllun um verkefnið með því að smella hér.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall