Fréttasafn - Landsbókasafn

Bókagjöf frá Filippseyjum

25.06.2013

Sendiherra Filippseyja á Norðurlöndum Bayani S. Mercado kom í heimsókn 21. júní, ásamt Maríu Priscillu Zanoria ræðismanni Filippseyja á Íslandi. Þau færðu safninu tvær bækur sem innihalda afrit af handritum tveggja skáldsagna José Rizal, sem var helsta frelsishetja Filippseyja. Hann var læknir og ákvað að skrifa skáldsögur til að vekja athygli á illvirkjum spænskra nýlenduherra. Hann stofnaði pólitíska hreyfingu gegn yfirráðum Spánverja, en var handtekinn og tekinn af lífi 35 ára gamall. Bækurnar eru á spænsku. Þær verða skráðar í Gegni og gerðar aðgengilegar þeim sem vilja lesa þær á safninu. Bókagjöf

Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall