Ritgerð og teikningar Sölva Helgasonar

Handritið Lbs 937 8vo inniheldur ritgerðarbrot og teikningar eftir flakkarann nafnkunna, Sölva Helgason. Sölvi fæddist þann 16. ágúst 1820 í Skagafirði. Sem barn var hann vistaður á ýmsum bæjum og lagðist hann svo á flakk um 16 ára aldurinn. Árið 1843 var hann handtekinn fyrir að vera með falsaðan reisupassa og hlaut dóm fyrir það brot sitt. Hlaut hann fleiri dóma yfir ævina, yfirleitt fyrir flakk og þjófnað. Sölvi dó 27. nóvember 1895.

Ritgerðarbrotin í Lbs 937 8vo eru á 32 blöðum og eru þau mest landfræðilegs efnis. Þar má sjá hina einstöku rithönd Sölva, en rithöndin er með þeim fíngerðari sem sést hefur. Á eitt 17,5 cm langt blað kemur Sölvi fyrir 59 línum. Í hverri línu eru á að giska um 10-15 orð og því má áætla að það séu um eða yfir 750 orð á síðunni. Til samanburðar má nefna að í venjulegu ritvinnsluskjali eru um 550 orð sem komast fyrir á A4 blaði (30 cm á lengd), með einföldu línubili.

Meðal teikninga í handritinu eru nokkrar sjálfsmyndir Sölva.

Blómateikningar Sölva eru kunnar flestum íslendingum. Aftan á sumum myndunum er texti, oft ótengdur myndefninu, en Sölvi gjörnýtti allan pappír.

Smellið á myndina til að skoða handritið á vefsíðunni handrit.is.

Í Þjóðarbókhlöðu stendur nú yfir sýningin Utangarðs? og má þar m.a. sjá verk eftir Sölva. Sýningin, sem stendur til 25. september, fjallar um utangarðsfólk frá seinni hluta 18. aldar og fram á fyrstu ár 20. aldar.   Sýningin er opin alla virka daga klukkan 9-17 og á laugardögum klukkan 10-14.

Fyrri kjörgripir


Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund
200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Skjalasafn Hringsins
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Ein ný sálmabók 1589
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall