var stofnað í Reykjavík 18. september árið 1911 af konum úr Kvenréttindafélagi Íslands sem höfðu þá rekið lesstofu fyrir konur í tvö ár. Fyrirmyndin kom að utan, en slíkar stofur voru reknar víða í Evrópu og meðal annars í Kaupmannahöfn. Félagsritið Mánaðarritið hóf göngu árið 1912 og var handskrifað inn í sérstaka bók og lesið upp á fundum. Þar getur að líta tilgang félagsins á titilsíðunni:

Ritið lifði í rúma tvo áratugi og gefur góða mynd af starfsemi félagsins og hugðarefnum félagskvenna.  Meðal þeirra sem rituðu oft í bókina var Theodóra Thoroddsen skáldkona:

Félagskonur ráku bókasafn sitt og lesstofu í sjálfboðavinnu í rúma hálfa öld, en aðsóknin fór þverrandi síðustu árin. Það var lagt niður árið 1961 og bækurnar gefnar Reykjavíkurborg til minningar um Laufeyju Vilhjálmsdóttur sem var formaður félagsins frá upphafi til dánardags (29. mars 1960). Laufey teiknaði myndina sem prýðir forsíðu dagskrárblaðs 40 ára afmælis félagsins.

Hér má sjá grein um lestrarfélagið í Veru árið 1991

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Dánarósk Hólmfríðar Benediktsdóttur

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Elsa Sigfúss

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Om jordbranden paa Island i aaret 1783

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Jóhann Sigurjónsson: Fjalla-Eyvindur

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Netspjall