Fréttasafn - Landsbókasafn

Heimsókn ráðherra

30.08.2013

Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, heimsótti safnið þriðjudaginn 27. ágúst ásamt Sigríði Hallgrímsdóttur aðstoðarmanni sínum. Með í för voru Ásta Magnúsdóttir ráðuneytisstjóri, Ingibjörg Ólafsdóttir ritari ráðuneytisstjóra, Eiríkur Þorláksson sérfræðingur og Leifur Eysteinsson gæðastjóri. Ráðherra skoðaði safnið og kynnti sér sýningar, en hópurinn kom m.a. við á 4. hæð, í tón- og myndsafni, upplýsingaþjónustu, á skráningargangi, Íslandssafni,  handritasafni og í myndastofu. Síðan voru  helstu stafræn verkefni safnsins kynnt í fundarherberginu og samhliða spunnust fjörugar umræður um starfsemi safnsins og framtíðaráform þess.

 

 


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall