Fréttasafn - Landsbókasafn

<span style="letter-spacing:-1px">„Hvers vegna þurfum við að minnast fórnarlambanna?“</span>

11.09.2013

fyrirlestur dr. Andreja Valic Zver í fundarsal Þjóðarbókhlöðu mánudaginn 16. september

Allir eru velkomnir á opinn fyrirlestur dr. Andreja Valic Zver í fundarsal Þjóðarbókhlöðu mánudaginn 16. september kl. 17–18. Fyrirlesturinn ber heitið „Hvers vegna þurfum við að minnast fórnarlambanna? “

Dr. Andreja Valic Zver er forstöðumaður Rannsóknarseturs um sögu og þjóðarsátt í Slóveníu og fjallar fyrirlestur hennar um það hvers vegna ekki megi gleyma fórnarlömbum alræðisstefnu 20. aldar í Evrópu, nasisma og kommúnisma. Dr. Zver situr í stjórn Mannréttindastofnunar Evrópusambandsins.

Að fyrirlestrinum standa RNH, Varðberg,  Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt, og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Jafnframt þessum viðburði lýkur sýningu í Þjóðarbókhlöðunni um Heimskommúnismann og Ísland.

Við þetta tækifæri mun dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor einnig afhenda Þjóðarbókhlöðunni fjölda skjala, sem dr. Arnór Hannibalsson prófessor fann í söfnum í Moskvu um íslenska kommúnista. Hafði Arnór falið Hannesi Hólmsteini að vinna úr þeim, og notaði hann þau í bókinni Íslenskum kommúnistum 1918–1998. Er samkoman í Þjóðarbókhlöðunni sérstaklega til minningar um og til heiðurs Arnóri, sem lést 28. desember 2012.

Fundarstjóri verður Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.

Nánari upplýsingar: http://www.rnh.is/?lang=is


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall