Frásagnir minninganna með Þórarni Eldjárn

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Listir og menning sem meðferð við Alzheimers sjúkdómnum

Opnun sýningarinnar og kynning á bókinni Frásagnir minninganna með Þórarni Eldjárn: 19. september 2013, kl 15:00 – 17:00.

Sýningin „Frásagnir minninganna með Þórarni Eldjárn“ gefur yfirlit yfir afrakstur fyrstu smiðjunnar á Íslandi innan verkefnisins Listir og menning sem meðferð við Alzheimers sjúkdómnum. Sú rannsókn beinist að meðferð við Alzheimers sjúkdómnum án lyfja og er upprunnin frá Minnismóttöku Virgen de la Arrixaca sjúkrahússins í Murcia á Spáni.

Listir og menning sem meðferð við Alzheimers sjúkdómnum: „Frásagnir minninganna með Þórarni Eldjárn“ var skipulögð af Félagi áhugafólks og aðstandenda Alzheimers sjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma (FAAS) og Minnismóttöku Landakots. Smiðjan átti sér stað á sal Landsbókasafnsins og naut samstarfs hins virta rithöfundar Þórarins Eldjárns og 14 nemenda úr teiknideild Myndlistarskólans í Reykjavík. Hún stóð yfir í tvær vikur: 6 vinnutíma, 90 mín. hver.

Meðal markmiða þessa samstarfs var að opna umræðuna um Alzheimers sjúkdóminn og athuga hvernig frásagnir minninganna gætu sameinast vísindalegum rannsóknum og eigindlegu mati á Alzheimers sjúkdómnum sem og gert mat á mikilvægi tilfinningakerfis manneskjunnar sem þjáist af sjúkdómnum.

Þann 19. ágúst 2011 voru sjö Alzheimers sjúklingum frá Minnismóttöku Landakots boðið á Þjóðarbókhlöðuna ásamt fjölskyldum þeirra. Á þessum fyrsta fundi smiðjunnar var hlustað á smásöguna, „Hvaðefsaga“, eftir Þórarinn Eldjárn. Höfundur sögunnar las hana af mikilli innlifun og tók hlustendur á flug um staði náttúrunnar og tengsl mannsins við hana. Í lok upplestrarins tóku þátttakendurnir upp þráðinn og héldu samræðunum áfram um tengsl þeirra við hin ýmsu fjöll. Vonast var til að smásagan myndi vekja upp minningar um liðna atburði.

Á næstu vinnufundum á Þjóðarbókhlöðunni sögðu sjúklingarnir frá liðnum atburðum og tóku nemendurnir upp blýantana sína og drógu upp söguþráðinn með teikningum sínum í kringum Fjallið, Samgöngur og 17. júní hátíðarhöldin. Markmiðið var að ná fram kjarna frásagnarinnar þannig að skjólstæðingurinn samsemi sig við hana. Pappír teiknarans hafði það hlutverk að styðja skjólstæðinginn við að tjá upplifun sína og endursegja reynslu sína.

Á síðasta fundinum á Þjóðarbókhlöðunni, þar sem sjúklingarnir voru nú í hlutverki Þórarins sem sögumenn, sagði hver og einn frá minningum sínum í návist Þórarins Eldjárns með aðstoð teikninganna, fullviss um að „já, þetta var svona!“

Ljósmyndir: Bjarni Einarsson og Örn Ingi..

Sýningin stendur til 25. nóvember.

Sýningarskrá

Frekari upplýsingar: http://frasagnirminninganna.blogspot.com.es og http://artandcultureastherapy.blogspot.com.es

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Appelsínur frá Abkasíu (lokið)

Appelsínur frá Abkasíu (lokið)

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Orðabók Blöndals

Orðabók Blöndals

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Íslenskar myndasögur

Íslenskar myndasögur

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall