Þúsund ein nótt

Steingrímur Thorsteinsson (1831–1913)  var mikilvirkur þýðandi og þýddi úr þýsku sagnasafnið Þúsund og eina nótt. Íslendingar komust fljótt á snoðir um þann bókmenntalega hvalreka sem Þúsund og ein nótt var, en sögurnar eiga rætur að rekja til Austur-og Miðausturlanda. Fleiri spreyttu sig á að þýða sögur úr safninu og til eru óprentaðar þýðingar og þýðingabrot í handritasafni Landsbókasafns. Árið 1852 voru prentaðar í Reykjavík nokkrar sögur úr safninu, þýddar af Benedikt Gröndal. Þýðing Steingríms kom út í heftum sem samanlögð mynduðu fjögur bindi og er verkið allt í frumútgáfu 1809 blaðsíður. Árið 1857 kom út fyrsta bindið, prentað hjá S.L. Möller í Kaupmannahöfn. Annað bindið kom svo út 1859, prentað hjá Louis Klein í Kaupmannahöfn, líkt og þriðja og fjórða bindi sem komu út 1861 og 1864. Útgefandi var Páll Sveinsson (1818-1874) er hafði ungur siglt utan og lært bókband sem var hans aðalstarf, en hann gaf einnig út bækur og þóttu útgáfur hans vandaðar. Fyrsta bókin sem ber nafn Steingríms Thorsteinssonar á titilsíðu er útgáfa Páls á þýðingu Steingríms á söguljóðinu Axel eftir Tegnér sem kom út sama ár og fyrsta bindið af Þúsund ein nótt, 1857. Þýðing Steingríms á Þúsund og einni nótt þykir þó bera af og kallar Hannes Pétursson þá þýðingu „eitt glæsilegasta afrek“ hans á bókmenntasviðinu: „Þúsund og ein nótt í búningi Steingríms Thorsteinssonar hefur um áratugi verið ein af eftirlætisbókum Íslendinga. Hún hefur stækkað sjónhring þeirra með því að kynna þeim framandi mannlíf og hugmyndaheim, og þeir munu fáir, sem horfið hafa inn í veröld þessara sagna og snúið þaðan aftur án þess að skynja hana æ síðan fyrir sínum innri eyrum líkt og dulmagnaða sönglist.“

Hannes Pétursson: Steingrímur Thorsteinsson – líf hans og list, bls. 123.

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall