Fréttasafn - Landsbókasafn

Sýning um einkaútgáfur, örforlög og ...

10.10.2013

Sýningin

Einkaútgáfur, örforlög og annars konar miðlun frá 1977 til samtímans
verður opnuð í anddyri Þjóðarbókhlöðu,
 föstudaginn 11. október 2013 kl. 15:00

Við opnunina munu skáldin Sjón, Bragi Ólafsson, Óskar Árni Óskarsson og Kristín Svava Tómasdóttir lesa upp nokkur ljóða sinna og kynna útgáfur sem þau hafa komið að.

Sýningin er samstarfsverkefni
Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns,
pólsk-íslenska ljóðaverkefnisins ORT og Lestrarhátíðar í Reykjavík.

 

Einkaútgáfur, örforlög og annarskonar miðlun

Miklar breytingar hafa orðið á síðustu áratugum 20. aldar og í byrjun þeirrar 21. á listsköpun, útgáfuháttum og fjölmiðlun.

Skylduskil til Landsbókasafns á hljóðritum svo sem hljómplötum, segulböndum og snældum komu til sögunnar með lögum um skylduskil til safna nr. 43/1977 og með lögum nr. 20/2002 eru kvikmyndir, útvarps- og sjónvarpsefni og verk á rafrænum miðlum gerð skilaskyld. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn tekur við öllu skilaskyldu efni, einnig myndböndum og mynddiskum og efni á rafrænum miðlum.

Útgáfa efnis á rafrænu formi fer ört vaxandi og í þeim tilgangi að halda utan um rafræna útgáfu var rafræna gagnasafnið Rafhlaðan sett á laggirnar á vegum Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.  Örforlög hafa orðið til og blómstrað með nýjum miðlunarleiðum síðustu áratuga og sífellt auðveldara er að gefa út.

 


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall