Einkaútgáfur, örforlög og annarskonar miðlun frá 1977 til samtímans

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Á sýningunni er úrval einstakra verka á ýmsum miðlum frá síðustu áratugum. Verkin eiga það flest sammerkt að vera framleidd af hugkvæmni og á ódýran og hagkvæman máta og oft er hvert eintak handgert af höfundum og útgefendum. Örforlög hafa orðið til og blómstrað með nýjum miðlunarleiðum síðustu áratuga og sífellt auðveldara er að gefa út. Útgáfa efnis á rafrænu formi fer ört vaxandi og í þeim tilgangi að halda utan um rafræna útgáfu var rafræna gagnasafnið Rafhlaðan sett á laggirnar á vegum Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.  Á sýningunni má skoða ljóð í rafrænum útgáfum sem hefur verið skilað í Rafhlöðuna.

Núverandi skylduskilalög tóku gildi fyrir tíu árum, þann 1. janúar 2003, og eru kvikmyndir, útvarps- og sjónvarpsefni og verk á rafrænum miðlum þar gerð skilaskyld. Skilaskylda á kvikmyndum er þó hjá Kvikmyndasafni Íslands og Ríkisútvarpið varðveitir eigið efni.  Fyrri lög um skylduskil til safna nr. 43/1977 kváðu á um að Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn tæki við hljóðritum svo sem hljómplötum, segulböndum og snældum auk prentaðs máls.

Fyrstu lög um skylduskil voru samþykkt 1886 sem hluti af prentsmiðjulögum og náðu þá eingöngu til prentaðs efnis. Árið 1949 voru lögin tekin út úr prentsmiðjulögunum og gerð að sjálfstæðum lögum. Ennfremur var þá umsjón með skylduskilum færð til Landsbókasafns, en hafði áður verið hjá lögreglustjórum. En það er löngu liðin tíð að eingöngu prentuðu máli sé skilað til Landsbókasafns. Miklar breytingar hafa orðið á síðustu áratugum 20. aldar og í byrjun þeirrar 21. á listsköpun, útgáfuháttum og fjölmiðlun.

Aðilar í einkaútgáfu og lítil forlög eru hvött til að stuðla að því að eintök af öllum útgáfum komi á Landsbókasafnið, einnig veggspjöld og smáprent.

Sýningin var samstarfsverkefni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, pólsk-íslenska ljóðaverkefnisins ORT og Lestrarhátíðar í Reykjavík,

Sýningarskrá

Spjöld

 

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Fjallkonan og Reykvíska eldhúsið

Fjallkonan og Reykvíska eldhúsið

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Fortíðarraddir

Fortíðarraddir

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Maístjarnan

Maístjarnan

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Kveisustrengur

Kveisustrengur

Sýning í Safnahúsi

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall