Fréttasafn - Landsbókasafn

Fyrsti íslenski tölvuleikurinn

16.10.2013

Þann 14. október 2013 afhenti Bjarki Þór Jónsson Landsbókasafninu tölvuleikinn Sjóorrusta. Leikurinn er talinn vera fyrsti íslenski tölvuleikurinn sem seldur var á Íslandi en hann hönnuðu feðgarnir Erlingur Örn Jónsson og Jón Erlings Jónsson árið 1986. Leikurinn var hannaður í Basic og Assembler fyrir Sinclair Spectrum-tölvur og seldist upp að sögn feðganna. Hann kom út á gagnakassettu.

Bjarki Þór Jónsson er að vinna verkefni um upphaf, þróun og varðveislu íslenskra tölvuleikja. Verkefnið miðar að því að varðveita gögn sem tengjast íslenskum tölvuleikjum og tölvuleikjahönnun frá upphafi til dagsins í dag.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall