Fréttasafn - Landsbókasafn

Félag um átjándu aldar fræði

01.11.2013

 heldur málþing laugardaginn 2. nóvember 2013 í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu á 2. hæð undir yfirskriftinni

Um sögulegar skáldsögur sem gerast á sautjándu og átjándu öld 

Málþingið hefst kl. 13.30 og því lýkur um kl. 16.30. 

Flutt verða fjögur erindi sem hér segir:

Sögulegar skáldsögur sem leið að 17. öldinni – reynsla háskólakennara
Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor í íslenskum bókmenntum

Þegar blindgatan opnast til allra átta.
Um Gestakomur í Sauðlauksdal eða hvernig skal sína þjóð upp reisa úr öskustó
Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum

KAFFIHLÉ 

Með Hóla sem heimanfylgju
Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur 

Úr fórum jarðar – um landnytjar og náttúrutrú á 18. öld
Sölvi Björn Sigurðsson, rithöfundur

 

Fundarstjóri: Þór Jakobsson, veðurfræðingur 

Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur.

Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi. 

Í hléi verða veitingar á boðstólum fyrir framan fyrirlestrasalinn. 

Útdrættir úr erindum liggja frammi á málþinginu.

Þeir verða síðar aðgengilegir á heimasíðu félagsins, http://fraedi.is/18.oldin/ 

  

Allir velkomnir!

 

 


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall