Morgunblaðið kom fyrst út þann 2. nóvember 1913 og fagnar því 100 ára afmæli sínu um þessar mundir. Blaðið hefur að geyma viðamiklar heimildir um samtímaviðburði og sögu þjóðarinnar og hefur það frá upphafi verið aðgengilegt í Landsbókasafninu. Það var bundið inn á bókbandsstofu safnsins allt til 1980. Í byrjun árs 2000 kynnti Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn fyrir forsvarsmönnum Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, áform um að mynda blaðið og birta á vefnum tímarit.is og strax var áhugi fyrir samstarfi. Vefurinn tímarit.is var opnaður almenningi vorið 2002 en samningur um stafræna myndun á Morgunblaðinu fram til ársins 2000 var gerður  2003. Það tók þrjú og hálft ár að mynda allt blaðið. Samningur um skil á pdf-skjölum frá Árvakri var gerður 2008. Morgunblaðið er nú aðgengilegt frá fyrsta útgáfudegi, 2. nóvember 1913 og út árið 2009 og telur nú að meðtaldri Lesbókinni 1.119.411 blaðsíður á vefnum.

Morgunblaðið 2. nóvember 1913

Morgunblaðið 26. júní 1930 – Alþingishátíðarblað

Morgunblaðið 8. maí 1945

Morgunblaðið 2. september 1958

Skoða Morgunblaðið á Tímarit.is

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Dánarósk Hólmfríðar Benediktsdóttur

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Elsa Sigfúss

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Om jordbranden paa Island i aaret 1783

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Jóhann Sigurjónsson: Fjalla-Eyvindur

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Netspjall