Fréttasafn - Landsbókasafn

Frá skruddum til skýja

05.11.2013

Frá skruddum til skýja – Rannsóknir í bókasafns- og upplýsingafræði          

8. nóvember 2013 - 9:00 til 15:30 í fyrirlestrasal á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu:   
 
Háskóli Íslands
 
Frá skruddum til skýja – Rannsóknir í bókasafns- og upplýsingafræði er heiti ráðstefnu nýútskrifaðra meistaranema í bókasafns- og upplýsingafræði. Ráðstefnan er árlegur viðburður á vegum námsbrautar í bókasafns- og upplýsingafræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Fjölbreytt erindi eru á dagskrá og að þessu sinni kynna 12 fyrirlesarar rannsóknir sínar á sviði bókasafns- og upplýsingamála. 
 
Rannsóknir sem þessar gegna mikilvægu hlutverki í þróun og nýsköpun og bæta jafnt og þétt  í upplýsingabrunn greinarinnar. Þær leggja íslensku samfélagi og atvinnulífi til mikilvæga þekkingu sem getur gagnast jafnt opinberum aðilum sem einkafyrirtækjum. Ráðstefnan er því tilvalinn vettvangur fyrir starfandi sérfræðinga á sviðinu og aðra sem vilja auka við þekkingu sína í bókasafns- og upplýsingafræði. 
 
Ráðstefnan er ókeypis og öllum opin. 
 
Dagskráin er sem hér segir:
 
09:00 – Setning 
 • Dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir prófessor og formaður námsbrautar í bókasafns- og upplýsingafræði flytur ávarp.
 • Dr. Stefanía Júlíusdóttir lektor í bókasafns- og upplýsingafræði annast fundarstjórn.
09:20 
 • Helgi Sigurbjörnsson. „Ég downloada því bara“: Upplýsingahegðun notenda torrentsíðna.
 • Árni Jóhannsson. Skjalastjórn eftirlitsstofnana ríkisins.
 • Laufey Ásgrímsdóttir. Skjalamál og þekkingarstjórnun við samruna ráðuneyta.
 • Gunnhildur Lilja Sigmundsdóttir. „Ástæðan var fyrst og fremst að gera betur“: Viðhorf gæðastjóra til gæða- og skjalastjórnunar.
10:40 – Kaffihlé
 
11:00
 • Helga Kristín Gunnarsdóttir. Viðhorf háskólanema til bókasafnskerfisins Gegnis.
 • Hrafn H. Malmquist. Íslenska Wikipedia: Greining á þróun.
 • Ásdís Helga Árnadóttir. Almenningsbókasöfn sem torg mannlífs: Nýting rýmis. 
12:00 – Matarhlé 
 
13:10
 • Magnea Davíðsdóttir: Hlutverk skjalastjóra í breytingaferli við innleiðingu á rafrænu skjalastjórnunarkerfi.
 • Þórunn Erla Sighvats. Staða landfræðilegra frumgagna ríkisins og orðræðan um þau.
 • Vigdís Þórmóðsdóttir. Lyklun sjónvarpsefnis hjá safnadeild RÚV.
14:30  Kaffihlé
 
14:40 
 • Dröfn Vilhjálmsdóttir. Rafbækur og almenningsbókasöfn.
 • Þórný Hlynsdóttir. Völundarhús upplýsinganna: Samstarfsumhverfi háskólabókasafna á Íslandi á stafrænni öld.
 • Lokaorð og ráðstefnuslit. Dr. Ágústa Pálsdóttir prófessor í bókasafns- og upplýsingafræði.

Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall