Fréttasafn - Landsbókasafn

Teikningar Tryggva Magnússonar

14.11.2013

Í dag skrifuðu Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður og Andrés Úlfur Helguson, afkomandi Tryggva Magnússonar, undir samning um afhendingu á teikningum Tryggva til Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns. Tryggvi  var einn þekktasti teiknari þjóðarinnar á tuttugustu öld og teiknaði m.a. íslenska skjaldarmerkið, fornmannaspilin, teikningar við jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum og var í fjölda ára skopmyndateiknari Spegilsins. Eftir hann liggur mikið magn teikninga sem verða nú varðveittar á Landsbókasafni. Teikningarnar verða settar í viðeigandi umbúnað og þær skráðar og flokkaðar. Á næstu misserum verður haldin sýning á teikningum Tryggva á safninu.

Andrés Úlfur er að vinna að skrifum um Tryggva Magnússon og leitar eftir frekari heimildum um og eftir hann til skráningar. Áhugasamir geta sent póst á skjaldarmerkid@gmail.com.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall