Danskt-íslenskt gagnasafn

26.11.2013

Föstudaginn 22. nóvember var undirritað samkomulag um danskt-íslenskt gagnasafn, DAN-ÍS, í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni í samstarfi við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands. Viðstödd viðburðinn voru Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti og Mette Kjuel Nielsen, sendiherra Dana á Íslandi, Auður Hauksdóttir, forstöðumaður stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður, Anna Agnarsdóttir forstöðumaður Sagnfræðistofnunar, Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði, Guðbjörg og Karen Tómasdætur, Gerður Jóhannsdóttir, Anna María Benediktsdóttir, Malene Søholt frá danska sendiráðinu og Bragi Þ. Ólafsson fagstjóri handritasafns.

Auður Hauksdóttir greindi fyrst frá  rannsókninni um áhrif danskrar menningar á Íslandi. Að því búnu sagði Anna María Benediktsdóttir frá þeirri gagnaöflun  og kynningu sem átt hefur sér stað vegna verkefnisins.

Guðbjörg og Karen Tómasdætur afhentu gögn móður sinnar Katrínu Nørgaard Vigfússon ljósmyndara og Gerður Jóhannsdóttir afhenti bréfasafn og dagbækur móður sinnar Birtu Fróðadóttur, innanhússarkitekts og húsgagnasmiðs. Loks afhenti Anna María Benediktsdóttir safninu fyrsta hluta af bréfa- og skjalasafni foreldra sinna Inger Elise og Benedikts Bjarna Sigurðssonar.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall