Málþing um Wikipediu

29.11.2013

Í tilefni af 10 ára afmæli íslenska hluta Wikipediu verður haldið stutt málþing um frjálsa alfræðiritið sem slegið hefur í gegn og er í dag ein af fjölsóttustu vefsíðum í heimi.

Málþingið verður haldið í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu þann 5. desember klukkan 12:15 til 14:00. Dagskráin er sem hér segir:

  • 12:15-12:25 - Málþing sett. Stuttar tilkynningar.
  • 12:25 - Áki G. Karlsson, starfsmaður Landsbókasafns Íslands
  • 12:33 - Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir, ritstjórar Íslensku alfræðiorðabókarinnar sem kom út 1990
  • 12:41 - Hrafn H. Malmquist, starfsmaður Landsbókasafns Íslands
  • 12:49 - Orri Vésteinsson, prófessor við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands
  • 12:57 - Salvör Gissurardóttir, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands
  • 13:05 - Sigurbjörg Jóhannesdóttir, sérfræðingur við Háskólann í Reykjavík
  • 13:13 - Stefán Pálsson, sagnfræðingur
  • 13:21 - Tryggvi Björgvinssson, tölvunarfræðingur
  • 13:30-14:00 - Umræður

Fundarstjóri er Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður Kjarnans.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall