Steingrímur Thorsteinsson – 100. ártíð

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sýning hefur verið opnuð í safninu um Steingrím Thorsteinsson skáld, en 100 ár eru um þessar mundir frá andláti hans. Steingrímur fæddist á Arnarstapa á Snæfellsnesi 19. maí 1831 og lést 21. ágúst 1913. Hann má hiklaust telja í hópi svonefndra þjóðskálda. Steingrímur var eindreginn fylgismaður Jóns Sigurðssonar í þjóðfrelsisbaráttunni og sýnir kvæði hans „Vorhvöt“ vel afstöðu hans í stormum þeirra átaka. Steingrímur var mikilvirkur þýðandi og þýðing hans á Þúsund og einni nótt þykir halda nafni hans hvað hæst á lofti. Steingrímur bjó um tveggja áratuga skeið í Kaupmannahöfn en fluttist til Íslands 1872 og gerðist þá kennari og síðar rektor við Lærða skólann í Reykjavík.

Steingrímur ásamt Bjarna, syni sínum um 1872. Ljósmyndasafn Íslands á Þjóðminjasafni.

Málverk Sigurðar málara af Steingrími. Ljósmyndasafn Íslands á Þjóðminjasafni.

Lydia Wilstrup, fyrri kona Steingríms.

Steingrímur ásamt seinni konu sinni, Birgittu Guðríði Eiríksdóttur, og börnum þeirra Haraldi og Þórunni um 1900. Ljósmyndasafn Íslands á Þjóðminjasafni.

Sýningarskrá

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Selma Jónsdóttir – 100 ára minning

Selma Jónsdóttir – 100 ára minning

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Kveisustrengur

Kveisustrengur

Sýning í Safnahúsi

Sjá nánar
Jólaútgáfur

Jólaútgáfur

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall