Fréttasafn - Landsbókasafn

Ný handritaskrá

20.12.2013

Jólagjöf handritasafns Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns til landsmanna er rafræn handritaskrá um handrit sem hafa borist handritasafni á árunum 1964–2013. Í skránni eru lýsingar á 725 handritum sem finna má hér http://landsbokasafn.is/index.php/efni/handrit/handritaskrar. Þá hafa handritin einnig verið skráð á www.handrit.is.

Enn er töluvert í land með að öll handrit sem borist hafa á þessu tímabili verði fullskráð og mun ný útgáfa birtast þegar 1000 handrit hafa verið skráð. Hér er um bráðabrigðaútgáfu að ræða, lýsing handritanna verður síðar fyllri og unnið verður að samræmingu.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall