Bréf Nínu Tryggvadóttur til Erlends í Unuhúsi

Í bréfasafni Erlends Guðmundssonar (1892-1947) sem kenndur var við Unuhús og opnað var með viðhöfn í safninu í ársbyrjun 2000 eru um 30 einkabréf frá Nínu Tryggvadóttur (1913-1968) listmálara, mörg fallega skreytt og skemmtilega stíluð. Bréfin eru frá þriggja ára tímabili, 1943-1946, þegar Nína dvaldi í New York við nám. Líkur benda til að Nína hafi ekki kynnst Erlendi fyrr en hún kom heim eftir fimm ára dvöl í Danmörku 1939. Nína og vinkona hennar, Louisa Matthíasdóttir (1917-2000) listmálari, urðu þá fastagestir í Unuhúsi og virðist þá hafa myndast sérstakt trúnaðarsamband milli hinna ungu listakvenna og Erlends. Louisa var einnig samtíða Nínu í Bandaríkjunum og voru þær svo nánar á þessu tímabili að málverk þeirra þóttu áþekk, líkt og fram kemur í þessum bréfum. Aðalsteinn Ingólfsson greinir frá bréfasafninu í Ritmennt 5 árið 2000.

Úr bréfi Nínu til Erlends í Unuhúsi 14. Júní 1946, Lbs 5 NF, askja 3.
Nína Tryggvadóttir©Una Dóra Copley/Myndstef.

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Om jordbranden paa Island i aaret 1783

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Jóhann Sigurjónsson: Fjalla-Eyvindur

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Þjóðsagnahandrit Jóns Árnasonar

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Sá nýi yfirsetukvennaskóli

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Netspjall