„sannarlegt evangelium fyrir qvennþjóðina“

06.02.2014

Bréf Jóns Thoroddsen skálds og sýslumanns

Nýlega bárust handritasafni nokkur bréf úr fórum Elínar Jónsdóttur (1841-1934), dóttur Jóns Thoroddsens skálds og sýslumanns (1818-1868). Um er að ræða fimm bréf frá Jóni til Elínar sem voru skrifuð á tímabilinu 1861-1865. Einnig er þar að finna bréf Jóns til barnsmóður sinnar, Ólafar Hallgrímsdóttur Thorlacius (1816-1854) sem skrifað er í júlí 1842 ásamt fleiri bréfum.  Jón er þekktastur fyrir skáldsögu sína, Piltur og stúlka sem kom fyrst út árið 1850 og er oft talin vera fyrsta íslenska skáldsagan sem rituð er með nútímasniði. Í bréfunum er víða komið við, en í bréfi sínu til Ólafar greinir Jón m.a. frá fyrirhugaðri lagasetningu um jafnan erfðarétt karla og kvenna sem hann taldi framfaraspor, "sannarlegt evangelium fyrir qvennþjóðina". Bréfin hafa fengið safnmarkið Lbs 5468 4to.

Smellið á myndina til að skoða stærri útgáfu.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall