Fréttasafn - Landsbókasafn

Kver Elku Björnsdóttur

06.02.2014

Í lok janúar barst handritasafni kver með hendi Elku Björnsdóttur (1881-1924) sem ber titilinn "Ýmislegt ljóðmæli." Í kverinu má finna uppskrift Elku á ýmsum ljóðum sem henni hafa fundist áhugaverð. Aftast er greinargerð hennar á ljóðunum og tilurð þeirra, en hún segist hafa skrifað í það á sunnudögum "þegar jeg gat, og var þá stundum ekki upplögð til að skrifa og að jeg skrifaði svo þjett og smátt, var af því að jeg hafði lítinn pappír en vildi skrifa svo mikið sem jeg gat á þessar arkir." Elka tók kverið saman árið 1897 en þá var hún á sautjánda aldursári. Elka starfaði lengst af sem verkakona í Reykjavík. Hún hélt dagbækur á árunum 1915-1920 sem varðveittar eru í handritasafni og hafa nýlega verið gefnar út í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar. Í dagbókunum má finna greinargóða lýsingu á lífinu í Reykjavík á þessum tíma sem og hugarheim Elku. Kverið hefur fengið safnmarkið Lbs 4756 8vo.

Smellið á myndina til að skoða stærri útgáfu.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall