Fréttasafn - Landsbókasafn

Vegleg bókagjöf

20.02.2014

Sendiráð Svía á Íslandi færði Háskóla Íslands veglega gjöf á dögunum, en það er stórvirkið „The Linneus Apostles“ sem fjallar um merkar uppgötvanir nemenda sænska vísindamannsins Carls von Linné tengdar vísindum og menningu á 18. öld. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, tók við bókunum úr hendi Bosse Hedberg, sendiherra Svía á Íslandi.

Lesa má nánar um gjöfina á vef Háskóla Íslands.

Bækurnar verða varðveittar á Landsbókasafni – Háskólabókasafni þar sem þær verða aðgengilegar öllum þeim sem áhuga hafa á hinum miklu afrekum lærisveina Linnés.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall