Nína Tryggvadóttir - aldarminning

26.02.2014

Velkomin á opnun sýningar í tilefni af 100 ára minningu listakonunnar (1913-1968) í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu fimmtudaginn 27. febrúar kl. 15.

100 ár voru nýlega liðin frá fæðingu listakonunnar Nínu Tryggvadóttur. Nína var þekkt fyrir myndlist sína en gaf einnig út nokkrar barnabækur. Hún var löngum búsett erlendis, m.a. í Kaupmannahöfn, París, London og New York þar sem hún bjó síðustu árin. Á árunum 1940-1943 dvaldist Nína í Reykjavík og kynntist þá mörgum listamönnum í Unuhúsi, m.a. Louisu Matthíasdóttur sem einnig var samtíða henni í listnámi í Bandaríkjunum 1943-1946. Bréf Nínu til Erlends í Unuhúsi rituð á námsárum hennar í Bandaríkjunum eru varðveitt í handritasafni Landsbókasafns og eru þau mörg skemmtilega myndskreytt. Við opnun mun Aðalsteinn Ingólfsson segja frá bókinni Fljúgandi fiskisögu og Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður mun segja frá bréfum Nínu í bréfasafni Erlends í Unuhúsi.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall