Mikill áhugi á Melittu Urbancic

12.03.2014

Laugardaginn 8. mars var opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðunni til heiðurs skáldkonunni, myndhöggvaranum og leikkonunni Melittu Urbancic. Málþing um ævi og verk Melittu var við opnun sýningarinnar og stóð dagskráin frá kl. 13–15.30. Ljóðabók Melittu, Frá hjara veraldar / Vom Rand der Welt, kom út sama dag í tvímála útgáfu hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfunni. Fjöldi manns sótti málþingið og má áætla að hátt i 250 manns hafi verið í húsinu þegar hæst stóð.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall