Samningur um efni tengt Snorra Hjartarsyni

04.04.2014

Þann 2. apríl, undirrituðu Ingibjörg Sverrisdóttir landsbókavörður fyrir hönd Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Hjörtur Hjartarson fyrir hönd Ljóðvega samstarfssamning um að taka höndum saman um að efla almenna kynningu á Snorra Hjartarsyni rithöfundi, ævi hans og verkum. Fyrirhugað er að efla miðlun efnis um Snorra Hjartarson á vef með hans nafni og með sýningu.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall