Norrænt bókband 2013

08.05.2014

Norrænt bókband 2013

Föstudaginn 2. maí 2014 var opnuð í Þjóðarbókhlöðunni sýningin Norrænt bókband 2013. Við opnun sýningarinnar fluttu ávörp þau Svanur Jóhannesson og Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður. Sérstök dómnefnd með valinkunnum mönnum dæmir bókbandið og velur 25% af bókunum í sérstakan heiðursflokk. Fyrsta keppnin eftir þessum nýju reglum fór fram 2004 og voru þátttakendur 81, þar af 14 frá Íslandi. Keppnin er haldin 5. hvert ár.  Að þessu sinni eru þátttakendur 80, þar af 13 Íslendingar og fá tveir þeirra heiðursviðurkenningu, þau Hrefna Ársælsdóttir og Ragnar Gylfi Einarsson. Á myndinni eru þau ásamt Guðlaugu Friðriksdóttur og Stefáni Jóni Sigurðssyni sem einnig eiga bækur á sýningunni.

 


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall