Michel Butor og vinir

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Mánudaginn 26 maí var opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðu í samstarfi við Listahátíð á bókverkum Michels Butor og tólf listamanna. Michel Butor er einn af fremstu höfundum hóps sem umbylti skáldsögunni í Frakklandi um 1960 undir merkjum nýju skáldsögunnar („nouveau roman“). Butor hætti að skrifa skáldsögur á sjöunda áratugnum. Síðan hefur hann skrifað mjög mikið af ritgerðum, ljóðum, ferðasögum og alls kyns tilraunatextum. Áratugum saman hefur hann einbeitt sér að textum fyrir myndlistarbókverk, hefur gert  fjölda slíkra verka  með afar mörgum myndlistarmönnum og haldið fyrirlestra um bókverk víða. Því má segja að bókmenntaferill Butors sé tvískiptur, annarvegar er „fyrra líf“ hans sem nýsöguhöfundur og hinsvegar textar hans fyrir myndlistarbókverk, ásamt alls kyns öðrum textum. Sýningarstjórar eru Ólafur Engilbertsson og Bernard Alligand sem hefur valið á sýninguna bókverk tólf listamanna er hafa unnið með Michel Butor. Þeir eru auk Bernards sjálfs: Maxime Godard, Graziella Borghesi, Bertrand Dorny, Anne Walker, Youl, Joël Leick, Julius Balthazar,  Mylene Besson, Pierre LeLoup, Anne Slacik og Georges Badin.

Frumkvæði að verkefninu á Sigurður Pálsson skáld sem hefur jafnframt unnið bókverk með Bernard Alligand. Þeir Sigurður og Alligand sýndu fyrsta sameiginlega bókverk sitt í Þjóðarbókhlöðunni árið 2007.

Nemendur Aðalheiðar Guðmundsdóttur, Jóhanns Ludwigs Torfasonar og Jóns Proppé við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands hafa unnið bókverk sem eru hluti af sýningunni. Verkefnið er samstarf Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands, Franska sendiráðsins, Alliance française og Listahátíðar í Reykjavík. Sýningin stendur til 29. ágúst.

Sýningarskrá á íslensku og frönsku /Catalogue en français et islandais PDF.

Spjöld/Exhibition

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar

Gísli J. Ástþórsson

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Edda II - Líf guðanna eftir Jón Leifs

Edda II - Líf guðanna eftir Jón Leifs

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Á aðventu 1994

Á aðventu 1994

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar