Samandregið kort af Norðurhöfum

Zusammengezogene Karte des Nordmeeres - Carte reduite de la mer du nord

Þetta kort eftir franska kortagerðarmanninn Jacques Nicolas Bellin birtist fyrst í frásögn Kerguélen–Trémarecs af leiðöngrum hans um norðanvert Atlantshaf 1767 og 1768. Eftirmyndir kortsins birtust víða, m.a. í safni ferðasagna sem var gefið  út í Leipzig 1774, Allgemeine Historie der Reisen zu Wasser und zu Lande. Á kortavef Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, islandskort.is, er mynd af kortinu. Upprunalega kortið er í bók Yves Joseph de Kerguélen-Trémarec sem varðveitt er í safninu,  Relation d'un voyage dans la Mer du Nord, Aux Côtes d'Islande, du Groenland, de Ferro, de Schettland, des Orcades & de Norwége, Fait en 1767 & 1768. Paris, 1771.

Kerguelen

(Smellið á myndina til að sjá kortið á vefnum Íslandskort.is)

Kortið er kjörgripur safnsins í júnímánuði í tilefni af sýningunni Kerguélen á Íslandi.

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall