Sýning á handritum Árnastofnunar

15.07.2014

í tilefni af ráðstefnu New Chaucer Society

Í tilefni af alþjóðlegri ráðstefnu New Chaucer Society verður sérstök sýning á handritum í vörslu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum við Íslandsssafn dagana 15. -18. júlí. Á sýningunni má m.a. sjá hluta af Egilssöguhandriti frá um 1300 og Grettissögu- og  Jónsbókarhandrit frá 16. öld. Sýningin kallast á við hluta af sumarsýningu handritasafns, Pappírshandrit og skinnblöð sem verður opin fram á haust. Sjá nánar um Chaucer-ráðstefnuna á slóðinni:

http://www.arnastofnun.is/page/frettasafn_frett&detail=1028541

 


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall