Fréttasafn - Landsbókasafn

SG-hljómplötur 50 ára

15.08.2014

Um þessar mundir eru liðin 50 ár frá því útgáfufyrirtækið SG-hjómplötur var stofnað. Af því tilefni hefur verið sett upp lítil sýning í safninu. SG-hljómplötur var útgáfufyrirtæki tónlistar- og útvarpsmannsins Svavars Gests (1926-1996) en það stofnaði hann árið 1964. Alls gaf fyrirtækið út 80 litlar, 45 snúninga (45 rpm) hljómplötur og 180 stórar hæggengar 33 snúninga (LP) hljómplötur þau 20 ár sem fyrirtækið starfaði. Hlutur Svavars Gests og SG hljómplatna í íslenskri tónlistarsögu er ómetanlegur. Með útgáfunni hafa varðveist verk listamanna sem annars hefðu horfið í glatkistuna. Ýmsar hljómsveitir, einsöngvarar, kórar, gamanmál, þjóðlög, jólaefni, leikrit, barnalög. ljóðaupplestur og rímur er að finna í útgáfusafni SG-hljómplatna.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall