Samstarfssamningur við Miðstöð íslenskra bókmennta

22.08.2014

Þann 22. ágúst var undirritaður samstarfssamningur við Miðstöð íslenskra bókmennta sem miðar að því að safna sem ítarlegustum upplýsingum um útgáfu íslenskra bókmennta á öðrum tungumálum en íslensku og tryggja aðgang að þeim. Miðstöðin afhendir safninu eintak af þeim bókum sem fá þýðingarstyrki og safnið tryggir varðveislu og aðgang að þeim og vinnur auk þess bókfræðiupplýsingar um þær í Gegni þannig að unnt sé að draga út fjölbreyttar upplýsingar um þýðingar.Á myndinni er Þorgerður Agla Magnúsdóttir hjá Miðstöð íslenskra bókmennta ásamt Ingibjörgu Steinunni Sverrisdóttur landsbókaverði við undirritun samningsins. 


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall