Bókagjöf á minningardegi fórnarlambanna

25.08.2014

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor hefur afhent Þjóðarbókhlöðunni bókagjöf frá RNH, Rannsóknarsetri um nýsköpun og hagvöxt, í tilefni minningardags fórnarlamba alræðisstefnunnar í Evrópu, nasisma og kommúnisma, 23. ágúst 2014, en þá voru rétt 75 ár liðin frá því, að Hitler og Stalín skiptu á milli sín Mið- og Austur-Evrópu með griðasáttmálanum í Moskvu. Hefur Evrópuþingið gert þennan dag að sérstökum árlegum minningardegi. Á meðal bókanna er skýrsla rannsóknarnefndar Eistlands á ódæðum kommúnista og nasista í landinu, tveggja binda verk eftir prófessor Bent Jensen um sögu kalda stríðsins í Danmörku og ævisögur um menn, sem komu við sögu íslensku kommúnistahreyfingarinnar, til dæmis Willi Münzenberg, Otto Katz og Arne Munch-Petersen, sem allir voru líflátnir af samherjum sínum. Bókagjöfin er í tengslum við samstarfsverkefni RNH og AECR, Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna, um „Evrópu fórnarlambanna“.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall