Sýning um Hallgrím Pétursson

15.09.2014

Fimmtudaginn 11. september var opnuð í Þjóðarbókhlöðunni sýning í tilefni þess að 400 ár eru liðin frá fæðingu sálmaskáldsins Hallgríms Péturssonar. Sýningin er samstarfsverkefni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ávörp fluttu Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður, Margrét Eggertsdóttir prófessor við Árnastofnun sem samdi sýningartextann og Sigríður Hjördís Jörundsdóttir og Halldóra Kristinsdóttir sem tóku saman handrit á sýninguna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra opnaði sýninguna og Spilmenn Ríkínís fluttu tónlist við texta Hallgríms. Um 120 handrit með kveðskap Hallgríms eru á sýningunni. Þar á meðal margar útgáfur af Passíusálmunum, meðal annars eina varðveitta eiginhandarrit skáldsins að Passíusálmunum, JS 337 4to sem var skrifað árið 1659 og var meðal handrita Jóns Sigurðssonar er voru keypt árið 1877 til Landsbókasafns. Sagan á bak við handritið er merkileg en Hallgrímur gaf það Ragnheiði Brynjólfsdóttur biskups árið 1661.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall