Bókagjöf Samtakanna ´78

24.09.2014

Þriðjudaginn 23. september afhentu Samtökin '78 námsbraut í kynjafræði og Landsbókasafni íslands – Háskólabókasafni bókagjöf við athöfn í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu. Afhendinguna bar upp á Alþjóðadag tvíkynhneigðra eða Bi Visibility Day en með því vilja Samtökin '78 vekja athygli á málefnum tvíkynhneigðra, pankynhneigðra og fólks með „fljótandi“ kynhneigðir (e. fluid) og fagna hlutverki og hlutdeild þessa hóps í sögu og menningu hinsegin fólks.

Samtökin '78 standa á tímamótum en nú á haustdögum flytur félagið í ný heimkynni að Suðurgötu 3 í Reykjavík - eftir áralanga dvöl að Laugavegi 3. Við þessi tímamót var á aðalfundi félagsins í mars 2014 einróma samþykkt að leysa upp þann hluta af bókasafni félagsins sem lýtur að kosti fræðibóka og skáldsagna. Jafnframt var ákveðið að færa námi í kynjafræði við Háskóla Íslands fræðibækurnar að gjöf - til útláns á Landsbókasafni - Háskólabókasafni. Um er að ræða rúmlega 1.000 titla, erlend fræðirit er varða líf og menningu hinsegin fólks, svo og skáldskap. Þorgerður Einarsdóttir prófessor, umsjónarmaður kynjafræðináms, tók við gjöfinni úr hendi  Hilmars Magnússonar, formanns Samtakanna ´78. 


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall