Íslensk bóksaga

29.09.2014

Fyrirlestraröð í Þjóðarbókhlöðu 2014-2015

Í vetur mun Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn standa að fyrirlestraröðinni Íslensk bóksaga. Markmið hennar er að búa til vettvang þar sem fjallað verður um íslenska bóksögu síðari alda í víðu samhengi, bæði um prentaðar bækur og handskrifaðar. Þar verður greint frá sögu einstakra bóka og handrita, tilurð þeirra og viðtökur, heimildaflokkar kynntir sem finna má í handrita og skjalasöfnum og fjallað um nýleg verkefni er lúta að íslenskri bóksögu með einum eða öðrum hætti. Fyrirlesarar koma úr hópi starfsmanna Landsbókasafns, Háskóla Íslands, ReykjavíkurAkademíunnar og sjálfstætt starfandi fræðimanna.

Fyrirlestrarnir fara fram fyrsta miðvikudag hvers mánaðar í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu á milli kl. 12:05-12:40. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis

Fyrirlestrarröðin er styrkt af Rannsóknarsjóði Sigrúnar Á. Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar.

Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu:


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall