Gagnasöfn um þýðingar

29.09.2014

Í tilefni af Alþjóðadegi þýðenda 30. september og Evrópska tungumáladeginum 26. september viljum við vekja athygli  á nokkrum  mikilvægum gagnasöfnum sem finna má á lista um Rafræn gögn á vef safnsins.

  • Communication & Mass Media Complete  (CMMC) vísar í efni um 750 tímarita á sviðum fjölmiðlunar, tungumála, málvísinda, táknmáls- og þýðingafræða, þar af eru  500 tímaritanna með heildartextum. CMMC er aðeins opið notendum á háskólanetinu og er eitt þeirra gagnasafna sem EbscoHost veitir aðgang að.
  • Linguistics and Language Behavior Abstracts (LLBA) vísar í efni um 1200 tímarita á sviðum málvísinda, málfræði og tungumála.  Þar eru oft tenglar við heildartexta greina. Opið á landsvísu.
  • MLA - Modern Languages Association  vísar í efni á sviðum bókmennta, málvísinda og þjóðfræði sem birst hefur í um 5000 tímaritum.  Þar eru stundum tenglar við heildartexta greina.  Opið á háskólanetinu. MLA og  LLBA eru meðal þeirra fjölmörgu gagnasafna sem ProQuest veitir aðgang að.  

Fleiri gagnasöfn og vefsíður með áhugaverðu efni má finna á vef safnsins undir Fræðigreinin mín – Tungumál  og Fræðigreinin mín – Málvísindi

Síðast en ekki síst skal minnt á leitarvélina leitir.is sem gerir kleift að leita frá sama stað í skrám íslenskra safna auk efnis í erlendum tímaritum sem eru í landsaðgangi.    


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall