Náttúrufræðirit Jóns Bjarnasonar

Handritið ÍBR 69 4to er hluti af fjölfræðisafni Jóns Bjarnasonar (1791-1861), bónda í Þórormstungu í Austur-Húnavatnssýslu sem hann tók saman um miðja nítjándu öld. Fjölfræðisafnið, sem er í níu bindum (ÍBR 67-73 4to og ÍBR 69-70 8vo), hefur að geyma ítarlegar upplýsingar um dýra- og náttúruríkið, framandi menningarheima, stjörnufræði, tækninýjungar og margt fleira sem Jón tíndi saman úr ýmsum innlendum og erlendum ritum. Eitt binda verksins (ÍBR 69 4to) er ríkulega myndskreytt og má þar sjá myndir sem Jón ýmist límdi inn úr prentuðum ritum og litaði, eða myndir sem hann teiknaði sjálfur. Úrval úr þessu fjölbindaverki Jóns mun birtast á næstunni í útgáfu Árna H. Kristjánssonar og Sigurðar Gylfa Magnússonar í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar, en Árni kynnti efni hennar þann 1. október í fyrirlestraröðinni Íslensk bóksagasem fer fram í Þjóðarbókhlöðu fyrsta miðvikudag hvers mánaðar í vetur.

Sjá má handritið hér:

http://handrit.is/is/manuscript/imaging/is/IBR04-0069#0000r-FB

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Þjóðleikhúsið 70 ára

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Íslensk-dönsk orðabók

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Prentmyndasafn Ólafs Hvanndal í handritasafni

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Geltandi vatn

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Netspjall