Lof og last

17.10.2014

Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing undir yfirskriftinni Lof og last um Ísland og Íslendinga á átjándu og nítjándu öld í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð, laugardaginn 18. október 2014.

Málþingið hefst kl. 13.30 og því lýkur um kl. 16.30.

Flutt verða fjögur erindi sem hér segir:

Siðlausir villimenn eða menntaðir fræðaþulir? Ímyndir Íslands á 18. öld.
Sumarliði R. Ísleifsson,
doktor í sagnfræði

Ljós og litir í norðrinu: Williard Fiske á Íslandi 1879
Kristín Bragadóttir,
doktorsnemi í sagnfræði

~ KAFFIHLÉ ~

Sannleikskorn í Íslandslýsingu Johanns Andersons frá 1746
Már Jónsson
, prófessor í sagnfræði

Konrad Maurer: jákvæður gagnrýnandi
Baldur Hafstað,
doktor í íslenskum bókmenntum

Fundarstjóri: Halldór Baldursson, læknir

Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur.

Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi.

Veitingar verða á boðstólum í hléi fyrir framan fyrirlestrasalinn á 2. hæð.

Útdrættir úr erindum liggja frammi á málþinginu. Þeir verða síðar aðgengilegir á heimasíðu félagsins, http://fraedi.is/18.oldin/

                                                                 Allir velkomnir!


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall